Fjármál

Samtals 342 milljónum króna úthlutað til aðildarfélaga

Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2020 voru um 1.688 mkr, eða um 67 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur af landsleikjum svo til hurfu vegna áhorfendabanns, en á móti kom hækkun á styrkjum og framlögum FIFA og viðbótarframlag vegna reksturs Laugardalsvallar. Rekstrarkostnaður var 239 mkr lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir, eða um 1.337 mkr samanborið við 1.576 í áætlun.

Rekstrarniðurstaða samstæðu Knattspyrnusambands Íslands á árinu er því hagnaður, tæpar 38 milljónir króna.

Gert er ráð fyrir að heildartekjur KSÍ árið 2021 verði um 1.694 mkr samanborið við 1.689 mkr árið 2020. Áætluð heildargjöld ársins 2021 eru 1.520 mkr, samanborið við 1.337 mkr árið 2020. Áætluð rekstrarniðurstaða ársins 2021 eftir greiðslur til aðildarfélaga er 36,6 mkr.

Í fjárhagsáætlun 2021 er gert ráð fyrir að framlög til aðildarfélaga verði tæpar 146 mkr. Framlag KSÍ til barna- og unglingastarfs er áætlað 60 mkr, greiðslur vegna leyfiskerfis hækka í 41 mkr (vegna leyfiskerfis kvenna), verðlaunafé móta rúmar 13 mkr og þá er gert ráð fyrir að hlutur KSÍ vegna ferðaþátttökugjalds verði tæpar 24 mkr árið 2021. Loks má geta framlags upptöku- og tæknibúnaðar til aðildarfélaga að verðmæti 7,5 mkr.

161 milljón til barna- og unglingastarfs

Hluti þeirra tekna sem UEFA hefur af Meistaradeild karla rennur til félaga í aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna og unglinga og fengu félög í Pepsi Max deild karla 90,5 milljónir í sinn hlut.

KSÍ greiddi 70,5 mkr til aðildarfélaga (annarra en þeirra sem léku í Pepsi Max deild karla) vegna barna- og unglingastarfs (þar af 10 mkr aukaúthlutun vegna Covid-19).

Skipting á framlagi var þá með þeim hætti að félög úr Pepsi Max deild karla fengu rúmar 7,5 milljónir kr, félög úr Pepsi Max deild kvenna og Lengjudeildum karla og kvenna fengu 2.400.000 kr., félög úr 2. deild karla fengu 1.500.000 kr., en önnur félög í deildarkeppni og sameiginleg lið í efri deildum fengu 1.000.000 kr. Úthlutun var háð því að félög hefðu haldið úti starfsemi í yngri flokkum og urðu félög utan deildarkeppni og félög sem ekki héldu úti starfsemi hjá báðum kynjum að sækja sérstaklega um framlag. Samtals var því framlag til barna- og unglingastarfs fyrir árið 2020 um 160 milljónir króna.

Um 274 milljónir vegna þátttöku í UEFA keppnum

KR fékk um 143 milljónir kr. (880 þúsund evrur) fyrir Íslandsmeistaratitil karla 2019, þátttöku í forkeppni Meistaradeildar karla (UEFA Champions League) og forkeppni Evrópudeildar UEFA (UEFA Europa League). Breiðablik, FH og Víkingur R. léku í forkeppni Evrópudeildarinnar. Breiðablik og Víkingur R. fengu í sinn hlut um 46 milljónir kr. (280 þúsund evrur) og FH um 39,5 milljónir króna (240 þúsund evrur).

Valur fékk rúmlega 6 milljónir kr. (40 þúsund evrur) vegna þátttöku í Meistaradeild kvenna (UEFA Women´s Champions League).

Greiðslur vegna þátttöku leikmanna í Þjóðadeild UEFA og undankeppni EM 2020

FH, Grindavík, ÍBV, Valur og Víkingur R. fengu greiðslur frá UEFA vegna þátttöku leikmanna sinna í Þjóðadeild UEFA (karlalandslið) (UEFA Nations League) og undankeppni EM karla. Alls voru greiðslurnar um 48 milljónir kr. (rúmlega 302 þúsund evrur).

178,5 milljónir króna fyrir sjónvarps- og markaðsréttindi

Félög í Pepsi Max deildum, Lengjudeildum og Mjólkurbikar fengu sérstakar greiðslur fyrir sjónvarps- og markaðsréttindi, að upphæð samtals 178,5 milljónir króna. Innifalið í þessari tölu er verðlaunafé samkvæmt töflunum hér að neðan.

Pepsi Max deild karla
SætiFélagUpphæð
1Valur1.000.000
2FH700.000
3Stjarnan500.000
4Breiðablik300.000
5KR300.000
6Fylkir300.000
7KA300.000
8ÍA300.000
9HK200.000
10Víkingur R200.000
11Grótta200.000
12Fjölnir200.000
Mjólkurbikar karla
SætiFélagUpphæð
1-4Valur300.000
1-4KR300.000
1-4FH300.000
1-4ÍBV300.000
5-8Fram200.000
5-8Breiðablik200.000
5-8Stjarnan200.000
5-8HK200.000
9-16Þór A.137.500
9-16Afturelding137.500
9-16Fylkir137.500
9-16KA137.500
9-16Víkingur R.137.500
9-16Grótta137.500
9-16Fjölnir137.500
Mjólkurbikar kvenna
SætiFélagUpphæð
1-4KR300.000
1-4Þór/KA300.000
1-4Selfoss300.000
1-4Breiðablik300.000
Pepsi Max deild kvenna
SætiFélagUpphæð
1Breiðablik1.000.000
2Valur700.000
3Fylkir500.000
4Selfoss300.000
5Þróttur R300.000
6Stjarnan300.000
7Þór/KA300.000
8ÍBV300.000
9FH200.000
10KR200.000
Lengjudeild kvenna
SætiFélagUpphæð
1Tindastóll476.744
2Keflavík333.721
3Haukar238.372
4Afturelding143.023
5Augnablik143.023
6Grótta143.023
7Víkingur R.143.023
8ÍA143.023
9Fjölnir95.349
10Völsungur95.349
Lengjudeild karla
SætiFélagUpphæð
1Keflavík476.744
2Leiknir R.333.721
3Fram238.372
4Grindavík143.023
5Þór143.023
6ÍBV143.023
7Vestri143.023
8Afturelding143.023
9Víkingur Ó.95.349
10Þróttur R.95.349
11Magni95.349
12Leiknir F.95.349

Ferðaþátttökugjald - Jöfnun ferðakostnaðar

Félög sem taka þátt í Íslandsmóti meistaraflokks skulu greiða ferðaþátttökugjald samkvæmt reglugerð KSÍ. Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að auknum jöfnuði félaga gagnvart ferðakostnaði.

Hér má sjá lista yfir þau félög sem fengu greitt vegna ferðakostnaðar árið 2020.

Pepsi Max deild karla
FélagUpphæð
KA849.048
2. deild karla
FélagUpphæð
Fjarðabyggð1.777.316
Völsungur847.518
Dalvík/Reynir709.818
KF667.896
4. deild karla
FélagUpphæð
Samherjar394.944
Hörður Í.191.556
Pepsi Max deild kvenna
FélagUpphæð
Þór/KA682.890
2. deild kvenna
FélagUpphæð
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F.809.676
Sindri568.956
Hamrarnir372.300
Lengjudeild karla
FélagUpphæð
Leiknir F.1.864.696
Vestri1.569.236
Magni958.596
Þór871.998
ÍBV522.291
Víkingur Ó.477.666
Grindavík81.192
Keflavík75.276
3. deild karla
FélagUpphæð
Höttur/Huginn1.506.336
Einherji1.490.356
Sindri1.190.476
Tindastóll699.108
Reynir S.8.568
Lengjudeild kvenna
FélagUpphæð
Völsungur787.542
Tindastóll327.318

Lykiltölur úr ársreikningi KSÍ

Tekjur
Raun 2020Áætlun 2020Raun 2019
Styrkir og framlög1.214.989.8181.048.425.859904.370.979
Tekjur af landsleikjum25.909.950199.515.000189.640.527
Sjónvarpsréttur295.174.263276.000.000258.240.000
Aðrar rekstrartekjur48.015.38655.214.000103.793.796
Rekstrartekjur Laugardalsvallar104.521.23442.489.81644.387.038
Rekstrartekjur alls1.688.610.6511.621.644.6751.500.432.340
Gjöld
Raun 2020Áætlun 2020Raun 2019
Kostnaður við landslið626.833.182785.355.416731.650.042
Mótakostnaður177.965.989214.734.505218.018.160
Fræðslukostnaður40.268.45159.902.04052.154.020
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður311.859.256289.681.754288.315.679
Húsnæðiskostnaður23.696.58325.000.00023.552.661
Annar rekstrarkostnaður4.532.73310.000.00011.233.497
Rekstrargjöld Laugardalsvallar67.221.71895.324.000101.328.117
Laugardalsvöllur - umspilsaðgerð42.102.43164.000.0000
Afskriftir43.012.82932.425.39932.425.399
Rekstrargjöld alls1.337.493.1721.576.423.1141.458.677.575
Rekstrarhagnaður
Raun 2020Áætlun 2020Raun 2019
Rekstrarhagnaður351.117.47945.221.56141.754.765
Mannvirkjasjóður
Raun 2020Áætlun 2020Raun 2019
Styrkir vegna mannvirkjasjóðs32.150.00030.000.00041.450.000
Kostnaður vegna mannvirkjasjóðs-32.150.000-30.000.000-41.500.000
Fjármagnsliðir
Raun 2020Áætlun 2020Raun 2019
Fjármunatekjur10.836.23525.000.00026.810.386
Fjármagnsgjöld-3.437.620)-7.200.000-6.760.485
Gengismunur21.056.98307.750.182
(Tap)/Hagnaður ársins
Raun 2020Áætlun 2020Raun 2019
Hagnaður fyrir ráðstöfun til aðildarfélaga379.573.07763.021.56169.554.848
Ráðstöfun til aðildarfélaga-341.838.639-128.500.000-120.024.501
(Tap)/Hagnaður ársins37.734.438-65.478.439-50.469.653
Til baka á forsíðu
Augnablik ...